Í FRÉTTUM ER ÞETTA HELST - UMBÚÐALAUST (2023)

Í FRÉTTUM ER ÞETTA HELST var frumsýnt 2. febrúar á 3. hæð Borgarleikhússins sem hluti af UMBÚÐALAUST verkefninu. Í verkinu rannsaka fjórir vinir sjónvarpsfréttatímann og allt sem honum tengist nema fréttirnar sjálfar.

,,Fréttaútsendingar eiga minni í þjóðarsál Íslendinga. Leikmyndirnar og stefin endurspegla tíðaranda hvers tíma, og ógjörningur að finna sannari spegil á samtímann en nýjasta fréttatímann. Fréttir eru sannleikur, og flutningur á þeim sannasti performansinn, enda ekki um neinn leik né lygi að ræða heldur hlutlausa miðlun upplýsinga. Eða hvað? Hvað leynist handan myndavélarinnar? Af hverju talar fréttaþulurinn svona skringilega? Eru þessar fréttir allar eins skrifaðar? Eru þessar endalausu sjónvarpsútsendingar kannski að renna sitt skeið? Erum við orðin dofin?

Sviðslistahópurinn BEIN ÚTSENDING ætlar að gera þessum óljósu mörkum sannleikans og sviðssetningarinnar skil með því að rannsaka hina performatívu eiginleika fréttaflutnings; fagurfræði, form, aðferðir og umgjörð. Niðurstöður hópsins verða kynntar fyrir áhorfendum á sviði, í beinni útsendingu, þar sem allt er undir og ekkert má klikka.

Í fréttum er þetta helst - er partur af Umbúðalausu verkefni Borgarleikhússins þar sem markmiðið er að styrkja grasrótarstarf í íslensku sviðslistalífi og efla tengsl nýrra sviðshöfunda við áhorfendur.

Kæru landsmenn, í fréttum er þetta helst.”

Höfundar og flytjendur:
Annalísa Hermannsdóttir
Hákon Örn Helgason
Katrín Helga Ólafsdóttir
Magnús Thorlacius

**

Annalísa is a part of the Umbúðalaust program at Borgarleikhúsið with her theatre group Bein útsending. The performance Í FRÉTTUM ER ÞETTA HELST (BREAKING NEWS) was premiered the 2nd of February 2023.

More about the show and the program: https://www.borgarleikhus.is/syningar/umbudalaust-i-frettum-er-thetta-helst

Umbúðalaust 30.01.23 í lit fyrir vef-1.jpg
Umbúðalaust 30.01.23_í lit fyrir vef-11.jpg
Umbúðalaust 30.01.23_í lit fyrir vef-4.jpg
Umbúðalaust 30.01.23_í lit fyrir vef-5.jpg
Umbúðalaust 30.01.23_í lit fyrir vef-13.jpg
Umbúðalaust 30.01.23_í lit fyrir vef-9.jpg
Umbúðalaust 30.01.23_í lit fyrir vef-14.jpg
Umbúðalaust 30.01.23_í lit fyrir vef-2.jpg
Umbúðalaust 30.01.23_í lit fyrir vef-16.jpg
BOR_Leikar_2022_2023_3x415.jpeg